Höfðabóns þjónusta

Um okkur

Höfðabón er sérhæft fyrirtæki í þrifum á bílum og hvers kyns farartækjum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði og fagleg vinnubrögð. Okkar leiðarljós er að hver einasti viðskiptavinur er dýrmætur og bíllinn hans líka. Eigendur fyrirtækisins standa sjálfir vaktina við þrifin og gæta þess að hver bíll fái gæðaþrif og bón að innan sem utan. Við notum aðeins hágæða efni og vöndum vinnubrögðin. Við bjóðum fyrirtækjum í reglubundinni þjónustu hjá okkur upp á að sækja og skila bílunum án endurgjalds. 

Markmið fyrirtækisins okkar er að veita viðskiptavinum faglegt úrval gæðavara. Þetta eru vörur sem við notum daglega, í bílaþrifum eða í ræstingum.

Stofnað 2017

Sagan

Höfðabón ehf hefur verið í eigu nokkra aðila frá stofnun þess. Irenijus Jancauskas fékk tækifæri til þess að kaupa fyrirtækið í ágúst árið 2017. Á þeim tíma sá Höfðabón einungis um bílaþrif við góðan orðstýr. Í janúar árið 2018 ákváðum við að stækka fyrirtækið og bæta við heimilis- og fyrirtækjaþrifum ásamt þjónustu við húsfélög. Sólveig Jancauskiene Jonasdóttir, eiginkona Irenijusar, steig þá inn í reksturinn á Höfðabóni ehf. Árið 2019 bættum við að leggja út djúpreinsunar vélar, og árið 2022 breytum við, við nafni fyrirtækisins nú heitum við Höfðabóns Þjónusta Ehf .Sama ár hófum við innflutning á vörum, sem við notum daglega. Við hjónin höfum rekið Höfðabóns Þjónusta ehf sameiginlega frá þeim tíma. Sólveig er verkefnisstjóri yfir heimilis og fyrirtækjaþrifum og Irenijus annast bílaþrifin. Við leggjum mikinn metnað í að skila okkar vinnu vel af hendi og erum við vandvirk og samviskusöm.

Heimsending

Heimsending

Sent af stað strax daginn eftir
Öruggar greiðslur

Öruggar greiðslur

Við notum greiðslugátt Saltpay
Góð þjónusta

Góð þjónusta

Hvernig getum við aðstoðað?